02.02.2015 14:11

Úrslit úr Skíðafélagsmótinu

Úrslitin úr Skíðafélagsmótinu er komin á síðuna.  Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð var haldið í Selárdal laugardaginn 31. janúar 2015, alls tóku 19 keppendur þátt í mótinu í ágætisveðri þótt frostið hafi verið heldur mikið.  Við þökkum starfsmönnum mótsins fyrir vel unnin störf og keppendum fyrir þátttökuna og góða frammistöðu.  Næsta mót samkvæmt mótaskrá SFS er héraðsmót í skíðagöngu sem er á dagskrá 7. febrúar.

29.01.2015 13:36

Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð

Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð verður haldið í Selárdal laugardaginn 31. janúar og hefst kl. 13.  Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum:

Karlar 17 ára og eldri 10 km

Konur 17 ára og eldri 5 km

15-16 ára 5 km

13-14 ára 3,5 km

11-12 ára 2,5 km

9-10 ára 2 km

8 ára og yngri 1 km án tímatöku

Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið.

Skíðafélag Strandamanna

25.01.2015 22:29

Úrslit úr Skíðafélagsmótinu

Úrslitin úr Skíðafélagsmótinu eru komin á vefinn undir liðnum úrslit.  Fyrsta mót vetrarins hjá Skíðafélagi Strandamanna var haldið í Selárdal í gær laugardaginn 24. janúar 2015.  Þátttaka var góð en alls tóku 26 þátt í prýðilegu veðri og aðstæðum við þökkum keppendum fyrir þátttökuna og starfsmönnum mótsins fyrir vel unnin störf.

Næsta mót samkvæmt mótaskrá SFS er Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð sem haldið verður laugardaginn 31. janúar.

22.01.2015 17:00

Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð

Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð verður haldið í Selárdal laugardaginn 24. janúar og hefst kl. 13.  Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum:

Karlar 17 ára og eldri 10 km

Konur 17 ára og eldri 5 km

15-16 ára 5 km

13-14 ára 3,5 km

11-12 ára 2,5 km

9-10 ára 2 km

8 ára og yngri 1 km án tímatöku

Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið.

Skíðafélag Strandamanna

19.01.2015 01:07

Aðalfundur

Aðalfundur Skíðafélags Strandamanna verður haldinn í kaffistofu Hólmadrangs á Hólmavík mánudaginn 26. janúar og hefst hann kl. 20 á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.

15.01.2015 15:09

Snjór um víða veröld

Sunnudaginn 18. janúar fer fram World Snow day eða Snjór um víða veröld. Í tilefni dagsins verða að sjálfsögðu troðnar skíðagöngubrautir í Selárdal.

Kl. 13-14.30 verður skíðaæfing fyrir börn og unglinga svokölluð vinaæfing þar sem tilvalið er að bjóða vinum eða vinkonum með á skemmtilega skíðaæfingu. Allir velkomnir.

Kl. 14.30-15.30 er boðið upp á skíðagöngunámskeið fyrir fullorðna þar sem kennd verða grundvallaratriði í hefðbundinni skíðagöngu. Rósmundur Númason tekur við... skráningum á námskeiðið á facebook eða í síma 8921048. Mögulegt verður að fá lánuð skíði og skíðabúnað á staðnum en takmarkaður fjöldi er til, fer eftir skóstærð og hæð þátttakenda. Allir velkomnir.

Í tilefni dagsins verður heitt kakó, kaffi og léttar veitingar á boðstólum í Selárdal á sunnudaginn

15.01.2015 10:21

Mótaskrá

Mótaskrá Skíðafélags Strandamanna fyrir veturinn 2015 er komin á síðuna, einnig er getið helstu móta á landinu sem Strandamenn eru líklegir til þátttöku í ásamt dagsetninga á þemaæfingum og fjallaferðum.

11.01.2015 22:23

Skíðaæfingar

Skíðaæfingar hjá Skíðafélagi Strandamanna í vetur verða sem hér segir:

Miðvikudagar kl. 17.30-18.30

Föstudagar kl. 17-18:30

Laugardagar kl. 17-18 Línuskautar í íþróttahúsinu Hólmavík

Sunnudagar kl. 13-14.30

 

Skíðaæfingarnar fara fram á skíðasvæðinu í Selárdal nema annað sé tekið fram.  Sent er sms um hvort af æfingu verður í síðasta lagi um hádegi daginn sem æfingin er, einnig er sent sms ef lagðar eru skíðabrautir aðra daga.  Þeir sem óska eftir að fá sms um æfingar og brautir hafi samband við Ragnar í síma 8933592.

 

Skíðagönguæfingar Skíðafélags Strandamanna eru gjaldfrjálsar og öllum opnar.  Nýir iðkendur eru sérstaklega velkomnir.

29.04.2014 22:09

Uppskeruhátíð og boðganga

Uppskeruhátíð Skíðafélags Strandamanna verður haldin sunnudaginn 4. maí.  Byrjað verður á firmakeppni í boðgöngu í Selárdal kl. 13 þar sem keppt verður í þriggja manna liðum sem skipt verður í þannig að þau verði sem jöfnust að getu.  Gengið verður með hefðbundinni aðferð.  Þeir sem ætla að vera með þurfa að skrá sig með því að senda póst á netfangið sigrak@simnet.is eða hafa samband við Ragnar í síma: 8933592, einnig er auglýst eftir fyrirtækjum sem vilja kaupa lið í boðgöngunni.

 

Eftir boðgönguna verður farið í sund í sundlauginni á Drangsnesi og síðan verður sjálf uppskeruhátíðin í Félagsheimilinu Baldri á Drangsnesi.  Afhent verða verðlaun og viðurkenningar fyrir veturinn og grillaðar pylsur og hamborgarar.  Tilkynna þarf þáttöku á uppskeruhátíðina til Aðalbjargar Óskarsdóttur í síma 8687156 eða á netfangið allaoskars@gmail.com eða á facebook.

16.04.2014 12:41

Sparisjóðsmót

Sparisjóðsmót í skíðagöngu verður haldið í Selárdal 21. apríl eða annan í páskum, mótið hefst kl. 11.  Gengið verður með frjálsri aðferð.  Í karlaflokkum verða gengnir 10 km, í kvennaflokkum 17 ára og eldri verða gengnir 5 km.  Í yngri aldursflokkum verða vegalengdir svipaðar og verið hafa á öðrum mótum í vetur.  Mótið er öllum opið og fer skráning fram á staðnum.  Það er Sparisjóður Strandamanna sem er styrktaraðili mótsins.

16.04.2014 12:38

Skíðamót Arion banka

Skíðamót Arion banka verður haldið í Selárdal laugardaginn 19. apríl og hefst kl. 11.  Gengið verður með hefðbundinni aðferð.  Í karlaflokkum 17 ára og eldri verða gengnir 15 km en 7,5 km í kvennaflokkum.  Í yngri aldursflokkum verða svipaðar vegalengdir og verið hafa í mótum í vetur.  Allir þátttakendur fá páskaegg fyrir þátttökuna.  Skráning fer fram á staðnum.  Það er Arion banki á Hólmavík sem er styrktaraðili mótsins.

05.04.2014 20:05

Góður árangur hjá Birki á SMÍ

Birkir Þór Stefánsson keppti í gær föstudaginn 4. apríl í hefðbundinni göngu á Skíðamóti Íslands á Akureyri.   Birkir náði 4. sæti og gekk 15 km á 52.30 mínútum og var tæplega 7 mínútum á eftir sigurvegara göngunnar Sævari Birgissyni sem keppir fyrir Ólafsfjörð.

28.03.2014 22:24

Fjallaferð og skiptiganga

Á morgun laugardaginn 29. mars verður farið í fjallaferð úr Selárdal yfir í Bjarnarfjörð.  Farið verður af stað frá Brandsholti í Selárdal kl. 11 og gengið yfir Bjarnarfjarðarháls og niður Sunndal í Bjarnarfirði.  Áætlað er að vera við Skarð í Bjarnarfirði kl. 13 og þaðan er auðveld ganga niður að Laugarhóli ef snjór er nægur alla leið.  Þeir sem ekki treysta sér alla leið geta slegist í hópinn við Skarð, en þaðan eru ca. 3 km niður að Laugarhóli.  Öll leiðin úr Selárdal að Laugarhóli eru a.m.k. 15 km.  Farið verður á sleða með spora á undan göngumönnum en einnig eru líkur á að það verði gott færi til að skauta.  Á Laugarhóli verður hægt að fara í sund og heitan pott í Gvendarlaug hins góða að göngu lokinni.

 

Á sunnudaginn verður svo HSS-mót í Selárdal þar sem keppt verður í skiptigöngu í öllum flokkum 9 ára og eldri, en 8 ára og yngri ganga 1 km án tímatöku.  Skiptiganga er þannig að fyrst er gengið með hefðbundinni aðferð síðan skipt um skíði og stafi og seinni hlutinn genginn með frjálsri aðferð, ekki er þó skylda að skipta um skíði og stafi.

24.03.2014 22:09

Hettupeysur

Verið er að taka saman pöntun á hettupeysum.  Þeir sem hafa áhuga á að fá sér bláar hettupeysur merktar Skíðafélagi Strandamanna hafi samband við Þuríði fyrir miðvikudaginn 26. mars annaðhvort í síma 6936803, tölvupósti vp@internet.is eða á facebook.

Peysurnar eru fáanlegar í  stærðum xs- xxl í fullorðins

Og barnapeysurnar eru í stærðum   S 104 CM 3-4 ára M 116 CM 5-6 ára L 128 CM 7-8 ára XL 140 CM 9- 10 ára  XXL 152 CM 11- 12 ára

Félagsmenn fá peysurnar á betri kjörum en utanfélagsmenn.

 

24.03.2014 10:11

Úrslit úr Skíðaskotfimi og Skíðafélagsmóti

Úrslitin úr Skíðafélagsmóti með frjálsri aðferð og skíðaskotfimi sem haldin voru um helgina er komin á síðuna undir liðnum úrslit.

Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 98159
Samtals gestir: 22172
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:28