Fyrsta skíðamót vetrarins á vegum Skíðafélags Strandamanna þennan veturinn var haldið í gær sunnudaginn 16. febrúar þegar Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð var haldið í Selárdal. Genginn var 5 km hringur og startað með einstaklingsstarti, aðstæður voru góðar, gott veður og færi. Úrslitin úr mótinu eru komin inn á þessa síðu undir liðnum úrslit. Skíðafélag Strandamanna þakkar öllum keppendum fyrir þátttökuna og starfsfólki mótsins fyrir vel unnin störf.
Fyrsta skíðamót vetrarins, Skíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð verður haldið á morgun laugardag 16. febrúar kl. 13 í Selárdal. Ræst er með einstaklingsstarti með hálfrar mínútu millibili. Keppt er í eftirfarandi vegalengdum og flokkum:
8 ára og yngri 1 km
9-10 ára 2 km
11-12 ára 2,5 km
13-14 ára 3,5 km
15-16 ára 5 km
konur 17 ára og eldri 5 km
karlar 17 ára og eldri 10 km
Verið er að taka saman pöntun á skíðafatnaði frá Trimtex fyrir félaga í Skíðafélagi Strandamanna, um er að ræða keppnisgalla, utanyfirgalla og húfur. Aðalbjörg Óskarsdóttir tekur við pöntunum á facebook, tölvupósti allaoskars@gmail.com eða síma 8687156
Æfingatafla fyrir veturinn 2018-19:
10 ára og yngri:
Mánudagar: kl. 17.30-18.30 línuskautaæfing í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík
Þriðjudagar: Skíðaæfing kl. 17-18.30
Föstudagar: Skíðaæfing kl. 17-18.30
Sunnudagar: Skíðaæfing kl. 13-14.30
11 ára og eldri:
Mánudagar: Línuskautaæfing í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík kl. 16.30-17.30
Mánudagar: Styrktaræfing í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík kl. 17.30-18.30
Þriðjudagar: Skíðaæfing kl. 17-18.30
Föstudagar: Skíðaæfing kl 17-18.30
Sunnudagar: Skíðaæfing kl. 13-14.30
Skíðaæfingarnar fara fram á skíðasvæðinu í Selárdal nema annað sé tekið fram. Settar eru inn upplýsingar í umræðuhóp SFS á facebook hvort af æfingum verður t.d. vegna veðurs í síðasta lagi í hádeginu daginn sem æfingin er. Á facebook eru tveir umræðuhópar vegna skíðaæfinga SFS, Skíðafélag Strandamanna iðkendur og foreldrar og Skíðfélag Strandamanna iðkendur og foreldrar 13+. Einnig eru settar inn upplýsingar á facebooksíðu Skíðafélags Strandamanna og þessa síðu.
Æfingagjald á skíðaæfingar Skíðafélags Strandamanna:
Línuskautaæfingar: 8.000 kr
Skíðaæfingar 12 ára og yngri 15.000 kr.
Skíðaæfingar 13 ára og eldri 30.000 kr.
Þjálfarar Skíðafélags Strandamanna veturinn 2018-2019 eru Ragnar Bragason, Sigríður Jónsdóttir, Rósmundur Númason, Aðalbjörg Óskarsdóttir og Harpa Óskarsdóttir.
Strandagangan verður haldin í Selárdal 23. febrúar 2019. Skráning í Strandagönguna mun hefjast næstu daga, fylgist með fréttum af göngunni á síðu strandagöngunnar strandagangan.123.is og á facebook
Aðalfundur Skíðafélags Strandamanna verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl kl. 20 í kaffistofu Hólmadrangs, á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.
Uppskeruhátíð Skíðafélags Strandamanna verður haldin í Selárdal sunnudaginn 29. apríl og hefst kl. 17
Það eru góðar aðstæður í Selárdal og ennþá nóg af snjó í dalnum og spáin fyrir helgina er vægast sagt mjög góð. Í dag föstudag 6. apríl er troðin 2,5 km braut hægt að velja um að skauta eða ganga hefðbundið.
Á morgun laugardaginn 7. apríl kl. 13 verður haldin skiptiganga í Selárdal. Skiptigangan er fyrir 11 ára og eldri en 10 ára og yngri ganga með frjálsri aðferð, í skiptgöngu er fyrst genginn hringur með hefðbundinni aðferð, síðan skipt um skíði og stafi og genginn annar hringur með frjálsri aðferð. Mótið er öllum opið og skráning fer fram á staðnum og vegalengdir við allra hæfi. Athugið að í frjálsri aðferð er engin skylda að skauta heldur er hægt að ganga með hefðbundinni aðferð ef fólk vill það frekar.
Sunnudaginn 8. apríl kl. 13 verður farið í skíðaferð fram á Selárdal, með viðkomu á Gilsstöðum sem er æskuheimili Rósmundar Númasonar formanns Skíðafélags Strandamanna. Hægt er að velja sér vegalengd við hæfi hvers og eins en dalurinn er ca 15 km á lengd.
Á skírdag 29. mars verður Hólmadrangsmótið í skíðagöngu haldið í Selárdal kl. 13. Gengið verður með hefðbundinni aðferð, fer skráning fram á staðnum og mótið er öllum opið. Vegalengdir eru eftirfarandi: Karlar 17 ára og eldri 15 km, konur 17 ára og eldri 7,5 km, 15-16 ára 5 km, 13-14 ára 3,5 km, 11-12 ára 2,5 km, 9-10 ára 2 km og 8 ára og yngri 1 km. Að göngu lokinni fá allir þátttakendur páskaglaðning frá Hólmadrangi.
Laugardaginn 31. mars er áformað að fara í fjallaferð ef veður leyfir. Lagt verður af stað af Þröskuldum kl. 13 og gengið þaðan niður Húsadal að Orkuseli við Þverárvirkjun vegalengdin er ca 15 km.
Á annan dag páska mánudaginn 2. apríl verður Sparisjóðsmót í skíðagöngu haldið í Selárdal kl. 13. Gengið verður með frjálsri aðferð, skráning fer fram á staðnum og er öllum velkomið að taka þátt. Vegalengdir eru eftirfarandi: Karlar 17 ára og eldri 10 km, konur 17 ára og eldri 5 km, 15-16 ára 5 km, 13-14 ára 3,5 km, 11-12 ára 2,5 km, 9-10 ára 2 km og 8 ára og yngri 1 km.
Á morgun sunnudaginn 4. mars verður hin 90 km Vasaganga gengin milli Salen og Mora í Svíþjóð. Tveir Strandamenn taka þátt í göngunni að þessu sinni en það eru feðgarnir Rósmundur Númason og Númi Leó Rósmundsson. Gangan hefst kl. 7 að íslenskum tíma og er send beint út á SVT1 og Eurosport. Hér er úrslitasíða Vasagöngunnar þar sem hægt er að fylgjast með okkar mönnum sem eru með rásnúmer 11102 og 11103 .
Síðasta skíðagöngunámskeiðið af þremur sem Skíðafélag Strandamanna stendur fyrir verður haldið næsta sunnudag 4. mars kl. 14.30 í Selárdal. Námskeiðið var áður auglýst laugardaginn 3. mars en verður haldið sunnudaginn 4. mars. Á námskeiðinu verða kennd grundvallaratriði hefðbundinnar skíðagöngu. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Ragnari Bragasyni í síma 8933592 eða á facebook.
Um síðastliðna helgi 16.-18. febrúar var 2. bikarmót vetrarins á vegum Skíðasambands Íslands haldið á Akureyri. Skíðafélag Strandamanna átti þrjá keppendur á mótinu.
Föstudaginn 16. febrúar var keppt í sprettgöngu. Í flokki drengja 13-14 ára var Jón Haukur Vignisson í öðru sæti á tímanum 2.37,5 mínútur og Hilmar Tryggvi Kristjánsson sigraði í flokki drengja 15-16 ára á tímanum 2.14,6 mínútur.
Laugardaginn 17. febrúar var ganga með hefðbundinni aðferð. Jón Haukur Vignisson gekk 2,5 km á tímanum 10.35,1 mínútur og varð fjórði. Hilmar Tryggvi Kristjánsson var í öðru sæti í 5 km á tímanum 17.54,9. Ragnar Bragason var í sjöunda sæti í flokki karla 17 ára og eldri í 10 km á tímanum 33.26,0 mínutur.
Sunnudaginn 18. febrúar var keppt í göngu með frjálsri aðferð. Jón Haukur Vignisson var í öðru sæti í 2,5 km göngu drengja 13-14 ára á tímanum 9.46,1. Hilmar Tryggvi Kristjánsson var í öðru sæti í 5 km göngu drengja 15-16 ára á tímanum 17.52,5. Ragnar Bragason var fjórði í 15 km göngu karla 17 ára og eldri á tímanum 48.52,5.
Bikarmótið á Akureyri var fyrsta mót vetrarins í flokki 13-14 ára en annað mótið í flokkum 15 ára og eldri. Staða okkar manna í bikarkeppninni er þannig að í flokki drengja 13-14 ára er Jón Haukur í 2. sæti með 210 stig og í flokki drengja 15-16 ára er Hilmar Tryggvi efstur með 520 stig.
Næsta bikarmót SKÍ verður haldið á Ólafsfirði 2.-4. mars.
Skíðagöngunámskeið sem auglýst var á morgun frestast til sunnudagsins 25. febrúar og verður haldið kl. 14.30 í Selárdal.
Smurningsnámskeiðið sem átti einnig að vera á morgun frestast einnig til sunnudagsins 25. febrúar og verður kl. 16 í skíðaskálanum í Selárdal.
Skíðaskotfimimótið sem samkvæmt mótaskrá átti að vera á morgun frestast til sunnudagsins 25. febrúar kl. 13 í Selárdal. Keppt verður í opnum flokkum kvenna og karla með vegalengdum við hæfi miðað við aldur þátttakenda, skráning fer fram á staðnum.
Skíðafélag Strandamanna mun halda skíðagöngunámskeið fyrir almenning næstu þrjá laugardaga.
Skíðagöngunámskeið 17. febrúar kl. 14-16
Skíðagöngunámskeið 24. febrúar kl. 14-16
Námskeið í smurningu og umhirðu skíða 24. febrúar kl. 16-17
Skíðagöngunámskeið 3. mars kl. 14-16
Námskeiðin eru jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og eru haldin á skíðagöngusvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal. Kennd verða undirstöðuatriðin í hefðbundinni skíðagöngu. Námskeiðsgjald er kr. 2.000 fyrir hvert skipti, en ef farið er á öll námskeiðin er námskeiðsgjaldið alls 5.000 kr. Fyrsta námskeiðið verður nk. laugardag 17. febrúar, Rósmundur Númason mun stjórna því og tekur við skráningum í síma 8921048 eða á facebook.
Helgina 19.-21. janúar var fyrsta bikarmót SKÍ þennan veturinn haldið á Ísafirði, mótið var fyrir keppendur 15 ára og eldri. Skíðafélag Strandamanna átti einn keppanda á mótinu Hilmar Tryggvi Kristjánsson tók þátt í flokki 15-16 ára og stóð sig mjög vel, hann sigraði í sprettgöngu með hefðbundinni aðferð og í 5 km göngu með frjálsri aðferð sem hann gekk á tímanum 18:45,7 mínútur. Í 5 km göngu með hefðbundinni aðferð var hann í 3. sæti á tímanum 23:33,5 mínútur. Samhliða bikarmótinu var skíðamót Hótels Ísafjarðar haldið fyrir krakka 14 ára og yngri, 10 krakkar frá Skíðafélagi Strandamanna tóku þar átt í ski cross á laugardeginum og göngu með hefðbundinni aðferð á sunnudeginum. Við þökkum Skíðafélagi Ísfirðinga og Hótel Ísafirði fyrir góð mót og frábæra gestrisni.
Úrslitin úr Skíðafélagsmóti með frjálsri aðferð eru komin á síðuna undir liðnum úrslit. Mótið var haldið í gær laugardaginn 3. febrúar í Selárdal í þokkalegu veðri en dálitlar vindhviður voru öðru hvoru, sérstaklega þegar 12 ára og yngri gengu en lægði meira þegar 13 ára og eldri var startað. Til öryggis voru vegalengdir styttar hjá 15 ára og eldri vegna veðurs og genginn ca 3 km hringur og tveir hringir hjá körlum 17+. Þátttaka var með besta móti en alls tóku 21 keppandi þátt. Við þökkum keppendum þátttökuna og starfsmenn mótsins fá þakkir fyrir vel unnin störf
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is